Notendaskilmálar
Þessir notendaskilmálar gilda um aðgang og notkun þína á þeirri þjónustu sem aðgengileg er í Suzuki Connect smáforritinu, þar á meðal án takmörkunar, þann hugbúnað sem felst í forritinu (hér á eftir sameiginlega vísað til sem „smáforritið“), sem starfrækt er af eða fyrir hönd Magyar Suzuki Corporation, til heimilis að 2500 Esztergom, Schweidel JOZSEF utca 52, Ungverjalandi („MSC“, „við“, „okkur“, eða „okkar“). Í skilmálum þessum vísa hugtökin „þú“ og „þitt“ til þess einstaklings sem notar eða hefur aðgang að smáforritinu.
Þér er einungis heimilt að fá aðgang að þeim upplýsingum, efni, vörum og þjónustu sem aðgengileg er í smáforritinu ef þú telst vera notandi (eins og það hugtak er skilgreint í grein 4.2 í skilmálum þessum). Vinsamlegast lestu þessa skilmála vandlega áður en þú hefur notkun á smáforritinu. Aðgangur þinn og notkun á smáforritinu og þeim upplýsingum, efni, vörum og þjónustu sem aðgengileg er í smáforritinu er háð skilmálum þessum og ert þú talinn hafa samþykkt skilmála þessa.
Ef þú samþykkir ekki að vera bundinn af skilmálum þessum er hvers konar aðgangur og notkun á smáforritinu óheimil. Ákveðnir þættir smáforritsins kunna að vera háðir viðbótarskilmálum sem tilgreindir eru á hverjum tíma; er notkun þín á slíkum þáttum háð slíkum viðbótarskilmálum sem felldir eru inn í skilmála þessa með tilvísun.
Skilmálar þessir mynda samning milli þín og MSC sem tekur gildi um leið og þú skráir þig sem notanda, en á því tímamarki ert þú beðinn um að samþykkja skilmála þessa með því að haka í viðeigandi reit sem birtist á því stigi í skráningarferlinu.
1. TÚLKUN
Fyrirsagnir á undirköflum notendaskilmála þessara eru eingöngu til viðmiðunar og hafa engin áhrif á túlkun undirliggjandi ákvæða.
2. BREYTINGAR Á NOTENDASKILMÁLUM ÞESSUM, smáforritinu og hugbúnaði í innbyggðu tækjunum
- Við kunnum að gera breytingar (þar á meðal, án takmörkunar, vegna öryggis, laga og reglna) á notendaskilmálum þessum.
Við munum upplýsa þig um fyrirhugaðar breytingar með tölvupósti og/eða með tilkynningu í smáforritinu áður en breytingarnar taka gildi, ef slíkar breytingar hafa veruleg áhrif á þig. Ef þú samþykkir ekki breytingar á skilmálum þessum, er þér skylt að láta af notkun smáforritsins auk þess sem þér er skylt að segja upp áskriftinni hjá okkur og skilmálum þessum áður en breytingarnar taka gildi. Þegar breytingar taka gildi í kjölfar þess að tilkynning þess efnis er send frá okkur, felur áframhaldandi notkun þín á smáforritinu í sér samþykki á hvers konar nýjum eða breyttum notendaskilmálum eða uppfærslum.
- Í sumum tilvikum kann að vera nauðsynlegt fyrir þig að hlaða niður uppfærðri útgáfu af smáforritinu svo þú getir haldið áfram að frá aðgang að upplýsingunum, efninu, vörunum og þjónustunni sem aðgengileg er í smáforritinu. Þú samþykkir að okkur er heimilt að gera mikilvægar hugbúnaðaruppfærslur og breytingar á smáforriti þínu án frekari tilkynninga eða samþykkis.
- Við kunnum að framkvæma uppfærslur á smáforritinu, þar á meðal öryggisuppfærslur, sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja fylgni smáforritsins við þær lagaskyldur sem á okkur hvíla. Ef þú setur ekki upp þær uppfærslur sem aðgengilegar eru, kann að vera að fylgni smáforritsins við viðeigandi lög sé ekki tryggð og að þjónustan verði fyrir bilunum eða truflunum. Við berum enga ábyrgð á því að smáforritið sé ekki í samræmi við lög ef slíkt má rekja til vanrækslu þinnar á að setja upp viðeigandi uppfærslur.
- Við kunnum jafnframt að bjóða fram aðrar uppfærslur á smáforritinu sem eru ekki eingöngu nauðsynlegar til þess að tryggja framfylgni þess við lög, til dæmis, til þess að bæta þjónustuna og tryggja samvirkni hennar.
- Við kunnum að framkvæma uppfærslur á hugbúnaði í innbyggðu tækjunum á ökutækinu þínu. Nema við upplýsum þig um annað, er tilgangi og öðrum upplýsingum um slíkar hugbúnaðaruppfærslur lýst í viðauka 1 hér að neðan.
3. ÞJÓNUSTAN
- Lýsing á tegundum og eiginleikum (sem kunna að breytast frá einum tíma til annars samkvæmt ákvörðun okkar) þeirrar þjónustu sem aðgengileg er, er að finna á vefsíðu okkar eða vefsíðu dreifingaraðila/umboðsaðila Suzuki í þínu landi. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu.
- Þú samþykkir og gerir þér grein fyrir að hluti þeirrar þjónustu sem í boði er virkar aðeins á svæðum þar sem við höfum þriðja aðila sem veitir netþjónustu fyrir þá hluta þjónustunnar sem um ræðir, og aðeins ef netþjónustuveitandinn býr yfir tæknilegu samhæfi við smáforritið, útbreiðslu, netflutningsgetu, og þar sem fullnægjandi móttökuskilyrði eru fyrir hendi þegar og þar sem þú reynir að fá aðgang að þjónustunni. Þjónusta, sem notar staðsetningarupplýsingar, virkar aðeins ef GPS gervihnattamerki eru óhindruð, aðgengileg á svæðinu og samrýmanleg kerfi hins skráða ökutækis og/eða smáforritsins. Til viðbótar eru net og kerfi netþjónustuveitanda háð tæknilegum breytingum og þróun. Við veitum þér ekki neina nettengingu í gegnum smáforritið. Slík tenging er veitt af þriðja aðila sem býður upp á netþjónustu.
- Þú gætir þurft að samþykkja eða veita smáforritinu heimild til að fá aðgang að nauðsynlegum eiginleikum í snjallsímanum þínum til þess að smáforritið virki sem skyldi, þar á meðal:
- staðsetningargögnum; og
- virkja tilkynningar.
4. SKRÁNING OG LYKILORÐ
- Þú verður að vera 18 ára eða eldri til þess að fá aðgang að og nota smáforritið, nema forsjáaaðili barns veiti samþykki sitt eða heimild.
- Til þess að nota smáforritið verður þú að skrá þig sem notanda (“notandi”). Til þess að verða notandi, verður þú að fylla út skráningareyðublaðið sem birtist í smáforritinu með umbeðnum upplýsingum og jafnframt búa til notendanafn og lykilorð. Þú samþykkir að þú berð ábyrgð á því að tryggja leynd aðgangsupplýsinga þinna og ábyrgð á hvers konar tjóni sem við eða aðrir aðilar verða fyrir vegna notkunar annarra aðila á aðgangsupplýsingum þínum, sem rekja má til vanefnda þinna á skyldu til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja öryggi og leynd aðgangsupplýsinganna.
- Notandinn, sem er aðalnotandinn sem skráir sig inn í smáforritið (“aðalnotandi”), getur veitt aukanotanda („aukanotandi“) aðgang að aðgangi sínum með því að fylgja leiðbeiningunum í smáforritinu og aukanotandinn verður beðinn um að stofna sinn eigin aðgang eins og líst er hér að ofan. Aðalnotandi getur takmarkað heimildir aukanotanda innan smáforritsins. Aukanotandi telst til notanda í skilningi skilmála þessara og fellur því undir ákvæði skilmálanna líkt og hann væri notandi.
5. UPPSÖGN
- Til þess að nýta þér rétt þinn til uppsagnar samkvæmt greinum 2.1, 5.2, eða 18.1 eða ef þú óskar eftir að segja upp áskrift þinni að öðru leyti verður þú að tilkynna okkur það með því að fylgja leiðbeiningum í smáforritinu eða á aðgangsheimasíðu þinni.
- Þegar notandi er ekki lengur eigandi að því Suzuki ökutæki sem hann hefur skráð á notendaaðgang sinn („skráða ökutækið“) (þ.e. vegna sölu, tjóns eða sambærilegra atvika), skal notandi segja upp áskrift sinni að smáforritinu með því fylgja leiðbeiningum í smáforritinu eða á aðgangsheimasíðu þinni. Ef notandi framfylgir ekki framangreindum fyrirmælum er okkur heimilt að rjúfa aðgang notanda að þeirri þjónustu sem aðgengileg er í smáforritinu án tafar.
6. RÉTTUR TIL AÐ FALLA FRÁ SAMNINGI
- Réttur til að falla frá samningi
Þú hefur rétt til þess að falla frá samningnum innan fjórtán (14) daga frá því að samningurinn var gerður (þ.e. frá skráningu þinni sem notanda) án sérstakra ástæðna (“frestur til að falla frá samningi”). Frestur til að falla frá samningi rennur út fjórtán (14) dögum eftir að samningurinn við okkur var gerður. Til þess að nýta þér rétt þinn til að falla frá samningi skalt þú fylla út og senda inn rafrænt staðlað uppsagnareyðublað eða aðra ótvíræða yfirlýsingu um uppsögn á eftirfarandi netfang (info-suzukiconnect@suzuki.hu). Óháð þeirri leið sem þú velur munum við, eða dreifingaraðili/umboðsaðili Suzuki í viðkomandi landi, láta þér í té kvittun fyrir móttöku uppsagnar á varanlegum miðli (t.d. með tölvupósti) án tafar. Við munum ekki svara fyrirspurnum eða beiðnum sem sendar eru á ofangreint netfang sem lúta ekki að rétti til að falla frá samningi.
- Áhrif uppsagnar
Ef þú fellur frá samningi í samræmi við grein 6.1, ber okkur að endurgreiða þér allar greiðslur sem þú hefur innt af hendi (ef við á), þar á meðal sendingarkostnað (en þó ekki viðbótarkostnað sem fallið hefur til vegna ákvörðunar þinnar um að óska sérstaklega eftir öðrum afhendingarmáta en ódýrasta afhendingarmátanum sem í boði var), án tafar og eigi síðar en fjórtán dögum eftir þann dag sem okkur barst tilkynning um ákvörðun þína um að falla frá samningnum. Við munum inna af hendi endurgreiðslu með því að nota sama greiðslumiðil og þú notaðir við upphaflega skráningu nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega; í öllu falli munt þú ekki bera neinn kostnað af slíkri endurgreiðslu.
- Staðlað uppsagnareyðublað
(fylltu út og skilaðu þessu eyðublaði ef þú vilt falla frá samningnum)
- Til Magyar Suzuki Corporation, 2500 Esztergom, Schweidel JOZSEF utca 52, Ungverjalandi:
- Ég/við (*) tilkynni/tilkynnum hér með að ég/við (*) óska/óskum eftir að falla frá (*) samningi mínum/okkar um veitingu á eftirfarandi þjónustu,
- sem var pöntuð hinn (*)/móttekin hinn (*),
- Nafn neytanda/neytenda,
- Heimilisfang neytanda/neytenda, — Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi), — dagsetning.
7. UPPLÝSINGAR FRÁ ÞÉR
Þegar þú veitir okkur upplýsingar um þig sjálfa/n þar með talið en ekki takmarkað við þegar þú skráir þig sem notanda, samþykkir þú að:
- veita nákvæmar og réttar upplýsingar um þig og uppfæra þær tafarlaust eftir þörfum og ekki veita upplýsingar í því skyni að villa á þér heimildir og þykjast vera annar einstaklingur;
- bera ein/n ábyrgð á aðgangsupplýsingum þínum og notkun þinni (þar á meðal notkun annarra sem þú veitir heimild til að nota aðgang þinn og notkun aukanotenda á þeirra eigin aðgangi);
- tilkynna okkur um hvers kyns öryggisbrot eða óleyfilega notkun á aðgangi þínum.
Ef þú veitir upplýsingar um þig sem eru ósannar eða ónákvæmar, eða ef við höfum rökstuddan grun um að upplýsingar séu ósannar eða ónákvæmar, áskiljum við okkur rétt til þess að loka eða segja upp áskrift þinni sem notanda, hafna því að veita þér þjónustu innan smáforritsins, og/eða hafna núverandi eða framtíðarnotkun á smáforritinu eða tilteknum hlutum þess.
8. PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Persónuupplýsingar sem skráðar eru í smáforritið verða unnar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
9. HÖFUNDARÉTTUR, VÖRUMERKI OG EIGNARRÉTTUR
- Allt efni sem er sýnt eða birt í smáforritinu, þar á meðal en ekki takmarkað við texta, grafík, ljósmyndir, myndir, hreyfimyndir, hljóð, myndskreytingar, og allt annað efni sem þar er að finna (hér á eftir vísað til sem “efnið”) er háð eignarrétti MSC eða leyfisveitenda þess (sem kann að fela í sér aðra notendur). MSC eða leyfisveitendur þess teljast eigendur og eiga öll réttindi að smáforritinu og efninu.
- Öll vörumerki, þjónustumerki og firmaheiti MSC eða hlutdeildarfélaga, samstarfsaðila, söluaðila, eða leyfisveitenda MSC, hvort sem þau eru skráð eða óskráð, sem notuð eru sem hluti af eða í tengslum við smáforritið (þar á meðal en ekki takmarkað við: heiti fyrirtækis og merki þeirra) (hér á eftir sameiginlega vísað til sem “merkin”) eru vörumerki eða skráð vörumerki MSC eða hlutdeildarfélaga, samstarfsaðila, söluaðila, eða leyfisveitenda. Þér er óheimilt að nota, afrita, endurgera, endurbirta, upphlaða, senda, dreifa, eða breyta merkjunum (þar á meðal merki sem hlekk á eða til annarra smáforrita) á nokkurn hátt án fyrirfram skriflegs samþykkis okkar.
- Við veitum þér takmarkaðan, persónulegan, afturkallanlegan og óframseljanlegan rétt til aðgangs að og notkunar smáforritsins og efnisins í samræmi við notendaskilmála þessa. Rétturinn felur ekki í sér einkarétt þinn og er undirleyfisveiting óheimil. Við veitum þér leyfi að smáforritinu og efninu en það er ekki selt þér. Leyfisveiting á hvers konar hugbúnaði innan smáforritsins er eingöngu veitt á viðfangskóðasniði. Þér er óheimilt að nota smáforritið og efnið á annan hátt en í samræmi við ætlaðan tilgang þess. Nema annað sé tekið fram í notendaskilmálum þessum samþykkir þú að hvers konar notkun á smáforritinu og efninu sem er ekki í samræmi við ætlaðan tilgang þess er á þína eigin ábyrgð og að MSC mun ekki bera ábyrgð á neinum afleiðingum slíkrar óheimilar notkunar.
- Þú mátt hvorki, né gera öðrum aðilum kleift að, breyta smáforritinu eða efni þess, eða afrita, dreifa, senda, birta, fjölfalda, veiti leyfi að, búa til afleidd verk frá, miðla, leigja, veita þjónustu að eða selja smáforritið eða efni þess. Til viðbótar mátt þú hvorki, né gera öðrum kleift að, (i) fjarlægja eða eyðileggja eignarmerki MSC eða þriðja aðila sem kunna að vera á íhlutum smáforritsins eða efnisins, eða (ii) vendismíða, taka í sundur, afþýða, aðlaga, afkóða eða á annan hátt reyna eða í raun afla, fá aðgang að, skoða eða nota á nokkurn hátt frumkóða smáforritsins í heild eða hluta.
10. NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA
Við reynum að tryggja að upplýsingar í smáforritinu, þar á meðal vörulýsingar og annað efni sé tæmandi, nákvæmar og uppfærðar eftir þörfum. Þrátt fyrir það er það ekki alltaf raunin. Vinsamlegast athugið að okkur er ekki skylt að viðhalda eða uppfæra neinar slíkar upplýsingar og berum við ekki ábyrgð á því ef þú treystir á einhverjar upplýsingar í smáforritinu sem síðar kemur í ljós að eru ónákvæmar eða úreldar.
11. HÁTTSEMI ÞÍN
- Þú samþykkir í hvívetna að fara eftir öllum viðeigandi lögum, reglum og reglugerðum sem eiga við um aðgang þinn og notkun á smáforritinu.
- Þú samþykkir að þú munir ekki:
- senda inn margar notendaskráningar fyrir einn einstakling;
- grípa til ráðstafana sem trufla virkni smáforritsins, stofna öryggi þess í hættu eða skemma það á annan hátt eða það efni og upplýsingar sem aðgengilegar eru í smáforritinu;
- reyna að fá óviðkomandi aðgang að einhverjum hlutum eða eiginleikum smáforritsins, öðrum kerfum sem tengd eru smáforritinu, netþjónum okkar eða þjónustuaðila okkar eða annarri þjónustu sem boðin er í smáforritinu, þar á meðal með því að hjakka, grafa eftir lykilorðum eða með öðrum ólögmætum hætti;
- rannsaka, skanna eða prófa veikleika smáforritsins eða þeirra netkerfa sem tengd eru við það, eða fara framhjá auðkenningarráðstöfunum sem til staðar eru í smáforritinu eða þeim netkerfum sem tengd eru við það;
- nota sjálfvirkar aðferðir til þess að safna upplýsingum eða efni frá eða að öðru leyti fá aðgang að smáforritinu á annan hátt, þar á meðal með tækni sem þekkt er sem vélmenni, köngulær, eða sköfunarbúnaður án okkar samþykkis.
- safna eða á annan hátt geyma upplýsingar um aðra notendur smáforritsins, þar á meðal en ekki takmarkað við netfang; og
- trufla virkni smáforritsins eða netþjóna eða netkerfa sem tengd eru við smáforritið eða fara ekki eftir kröfum, verklagsreglum, stefnum og reglugerðum hvers konar netþjóna eða netkerfa sem tengd eru við smáforritið.
12. VIRKNI SMÁFORRITSINS OG UPPSÖGN NOTENDASKILMÁLA ÞESSARA
- Hvorki MSC né hlutdeildarfélög þess ábyrgjast að virkni smáforritsins verði ótrufluð og laus við villur eða að allir annmarkar verði lagfærðir.
- Við áskiljum okkur rétt til að grípa til eftirfarandi ráðstafana, hvenær sem er, með eða án fyrirvara:
- breyta, stöðva eða loka fyrir aðgang þinn smáforritinu, í heild eða hluta, eða segja upp samningi við þig samkvæmt skilmálum, þessum vegna:
- brota þinna notendaskilmálum þessum;
- þess að lög, stjórnvöld eða önnur yfirvöld krefjast þess;
- óvæntra öryggis eða tæknilegra bilana eða vandamála.
- til að rjúfa reglubundna virkni smáforritsins, eða hluta þess, eins og nauðsynlegt er til þess að framkvæma reglubundið og óreglubundið viðhalda, leiðrétta villur eða til þess að gera aðrar breytingar á smáforritinu, t.d. stöðvun á tilteknum eiginleikum þess, virkni eða íhlutum þess, með fyrirvara um það sem heimilt er samkvæmt gildandi lögum, sér í lagi í með fyrirvara um að tryggja hlítingu smáforritsins við lög.
- breyta, stöðva eða loka fyrir aðgang þinn smáforritinu, í heild eða hluta, eða segja upp samningi við þig samkvæmt skilmálum, þessum vegna:
- Við uppsögn samnings okkar við þig samkvæmt skilmálum þessum af hvaða ástæðu sem er:
- munu öll réttindi sem þér er veitt samkvæmt skilmálum þessum falla niður án tafar; og
- ber þér að láta tafarlaust af öllum athöfnum sem skilmálar þessir veita þér heimild til, þar á meðal en ekki takmarkað við notkun á smáforritinu.
- Sérhver ákvæði notendaskilmála þessara sem beinlínis kveða á um eða gefa í skyn að skuli taka gildi eða halda gildi sínu við eða eftir uppsögn á samningi þessum skulu halda gildi sínu eftir að samningi okkar samkvæmt skilmálum þessum líkur. Þar á meðal eru eftirfarandi ákvæði:
Grein 1 um túlkun
Grein 4 um skráningu og lykilorð
Grein 8 um persónuupplýsingar
Greinar 9.1, 9.4, og 2.2 um höfundarétt og eignarrétt
Grein 10 um nákvæmni upplýsinga
Grein 12um virkni smáforritsins og uppsögn notendaskilmála þessara
Grein 13 um ábyrgð á tjóni
Grein 15 um lög og lögsögu
Grein 16 um sjálfstæði einstakra greina
Grein 17 um afsal
Grein 18 um framsal notendaskilmála þessara
Grein 19 um réttindi þriðju aðila
Grein 23 um rafræn samskipti
Grein 24 um að hafa samband
13. ÁBYRGÐ Á TJÓNI
- Veiting smáforritsins er háð samræmisábyrgð sem felur í sér að það er veitt í samræmi við ákvæði skilmála þessara og viðeigandi laga á meðan smáforritið stendur til boða.
- Við munum reyna að tryggja öryggi smáforritsins og að það innihaldi ekki vírusa eða aðra skaðlega eiginleika (til dæmis kunnum við að innleiða öryggiseiginleika í smáforritið); hins vegar getum við hvorki ábyrgst að svo verði né að tæki þitt eða annað stafrænt efni verði ekki fyrir tjóni. Ef við tryggjum ekki framangreint öryggi smáforritsins og þú verður fyrir tjóni og/eða skemmdir verða á tækinu þínu og/eða öðrum eignum vegna smáforritsins, munum við bera ábyrgð. Hins vegar berum við ekki ábyrgð á tjóni sem þú hefðir geta komist hjá með því að fylgja leiðbeiningum okkar um að virkja uppfærslu sem þér er boðið að kostnaðarlausu, eða tjóni sem stafar af því að þú fylgdir ekki réttum leiðbeiningum um uppsetningu eða virkjaðir ekki lágmarks kerfiskröfur sem við ráðleggjum.
- Til að taka af allan vafa skal ekkert í þessum notendaskilmálum takmarka eða útiloka ábyrgð okkar á:
- dauða eða líkamstjóni sem stafar af vanrækslu okkar;
- svikum eða sviksamlegum rangfærslum; og
- sérhverri annarri ábyrgð sem ekki er hægt að útiloka eða takmarka samkvæmt gildandi lögum.
- Smáforritið er eingöngu ætlað til persónulegra nota og einkanota. Ef þú notar smáforritið í viðskiptalegum tilgangi eða til endursölu berum við enga ábyrgð gagnvart þér vegna tapaðs hagnaðar, tapaðra viðskipta, truflana á viðskiptum eða tapaðra viðskiptatækifæra. Við slíkar aðstæður verður notkun þinni á smáforritinu tafarlaust sagt upp af okkar hálfu.
- Greiningargögn um hið skráða ökutæki, sem við veitum í tengslum við ástandsskoðun ökutækisins, eru takmörkuð við sérstakar upplýsingar sem fengnar eru frá hinu skráða ökutæki. Slík greiningargögn eru ætluð til notkunar til viðbótar við (en ekki í staðinn fyrir) framkvæmd reglulegra, handvirkra athugana á hinu skráða ökutæki. Smáforritið og eiginleikar þess skulu ekki vera það eina sem miðað er við til þess að ákvarða ástand, öryggi og/eða umferðarhæfni hins skráða ökutækis. MSC ber ekki ábyrgð á neinum þjónustubrestum og við ábyrgjumst ekki hæfni smáforritsins til þess að tilkynna um galla eða vandamál í hinu skráða ökutæki. Notandinn samþykkir að hann/hún beri ein/n ábyrgð á reglulegum skoðunum hins skráða ökutækis og muni láta framkvæma slíkt þegar þörf er á og í öllum tilvikum í samræmi við notendahandbókina og gildandi lög og reglur.
14. TENGLAR Á VEFSÍÐUR ÞRIÐJA AÐILA/ÞJÓNUSTU ÞRIÐJA AÐILA
- Smáforritið gæti innihaldið tengla á eina eða fleiri vefsíður í eigu þriðja aðila og annað stafrænt efni (“tengdar síður”). Hinar tengdu síður eru ekki undir stjórn MSC og berum við enga ábyrgð því efni sem birtist á tengdum síðum, þ.m.t. og án takmörkunar, öðrum tenglum sem birtast á tengdum síðum eða öðrum breytingum eða uppfærslum sem verða á tengdum síðum. Við veitum þér hinar tengdu síður eingöngu til hægðarauka, og tilvísun í tengda síðu þýðir ekki að við styðjum hina tengdu síðu eða tengjumst rekstraraðilum hennar. Vinsamlegast veittu því athygli þegar þú opnar tengda síðu og lestu viðeigandi notendaskilmála og persónuverndarstefnu vandlega.
- Notkun þín á smáforritinu og efni þess kann að krefjast eða notast við hugbúnað, vélbúnað, upplýsingar og/eða annað efni sem er ekki í eigu eða þróað eða framleitt af MSC (sameiginlega “efni þriðja aðila”). Efni þriðja aðila kann að vera háð viðbótar notendaskilmálum frá þeirra leyfisveitendum eða öðrum veitendum, og þú (en ekki MSC) berð ein/n ábyrgur á að afla þeirra leyfa og réttinda sem þarf svo hægt sé að nota efni þriðja aðila.
15. LÖG OG LÖGSAGA
- Notendaskilmálar þessir lúta lögum Englands og Wales og skal túlka þá í samræmi við þau. Ef búsetustaður þinn er hins vegar í öðru Evrópu-, ESB- eða EES-landi, mun ófrávíkjanleg innlend neytendaverndarlöggjöf slíks lands haldast óbreytt og gilda í þínu tilviki. Þú getur leitað til dómstóla í Englandi vegna hvers kyns ágreinings, sem upp kann að koma, eða til þar til bærra dómstóla í búsetulandi þínu.
- Þegar okkur er skylt að gera slíkt samkvæmt gildandi lögum í landi notandans, hvar þeir fá aðgang að smáforritinu, erum við reiðubúin að taka þátt í málsmeðferð við lausn deilumála fyrir sáttanefnd neytenda. Viðeigandi sáttanefndir neytenda fyrir hvert lögsagnarumdæmi skulu skráðar í viðauka 2 hér að neðan. Vinsamlegast athugið jafnframt að fyrir íbúa ESB eða EES kunna deilur að vera lagðar fram til úrlausnar á netinu á vettvangi fyrir lausn deilumála á netinu, sem veittur er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og er aðgengilegur hér: http://ec.europa.eu/consumers/odr.]
16. SJÁLFSTÆÐI EINSTAKRA GREINA
Sérhver málsgrein þessara notendaskilmála heldur gildi sínu óháð öðrum. Ef einhver dómstóll með lögsögu eða hlutaðeigandi yfirvald ákveður að einhver málsgrein eða hluti málsgreinar teljist ólöglegur eða ófullnustuhæfur, mun slíkri málsgrein eða hluta af málsgrein verða eytt að því marki sem nauðsynlegt er. Eftirstöðvar málsgreinar (og aðrir hlutar málsgreina) skulu þó halda gildi sínu.
17. AFSAL
Sérhver töf eða misbrestur okkar á því að framfylgja ákvæðum notendaskilmála þessara felur ekki í sér afsal á slíkum rétti af okkar hálfu og áskiljum við okkur rétt til að framfylgja þeim síðar.
18. FRAMSAL NOTENDASKILMÁLA ÞESSARA
- Við kunnum að framselja réttindi okkar og skyldur samkvæmt notendaskilmálum þessum til annarrar stofnunar. Við munum upplýsa þig fyrirfram ef slíkt framsal á sér stað (þar á meðal án takmarkana með færslu í smáforritinu). Ef þú samþykkir ekki framsalið er þér heimilt að segja upp áskrift þinni að smáforritinu og þessum notendaskilmálum hvenær sem er með því að tilkynna okkur um það, eins og lýst er í grein 5.1.
- Þú mátt ekki framselja réttindi þín og skyldur samkvæmt notendaskilmálum þessum til nokkurs annars einstaklings eða stofnunar. Þetta á ekki við um peningakröfu sem þú kannt að eiga á hendur okkur og á ekki við um aðrar kröfur, ef við höfum ekki lögmæta hagsmuni af því að undanskilja framsal á réttindum og skyldum eða ef lögmætir hagsmunir þínir af framsali réttinda og skyldna vega þyngra en lögmætir hagsmunir okkar af því að koma í veg fyrir framsal.
19. RÉTTINDI ÞRIÐJA AÐILA
- Enginn annar en þú eða við mega framfylgja og fullnusta notendaskilmálum þessum.
- BREYTING/AFTURKÖLLUN ÞJÓNUSTU
Við áskiljum okkur rétt til þess að gera uppfærslur og breytingar á þjónustu okkar eða afturkalla aðgang að þjónustunni eða einhverjum hluta hennar hvenær sem er án fyrirvara, í samræmi við það sem heimilt er samkvæmt gildandi lögum og með fyrirvara um það að tryggja samræmi smáforritsins við lög. Þú berð ábyrgð á að athuga hvort þetta hafi ekki verið uppfært síðan þú heimsóttir smáforritið síðast.
- ALMENNT
- Úrræðin sem kveðið er á um í notendaskilmálum þessum eru uppsöfnuð og útiloka ekki beitingu annarra úrræða sem kveðið er á um í lögum.
- Skjalið sem endurskapar notendaskilmála þessa er varðveitt á varanlegum miðli í formi myndar og við öryggisskilyrði sem almennt eru talin áreiðanleg. Þú getur gert rafrænt öryggisafrit eða prentað út eintak af notendaskilmálunum hvenær sem er og er þér eindregið ráðlagt að gera slíkt. Að þessu leyti skulu notendaskilmálar þessir vera álitnir sönnun fyrir samningnum milli þín og okkar. Þú viðurkennir að ekki er hægt að véfengja sönnunargildi þessa skjals á þeirri forsendu einni að það sé í rafrænu formi.
22. TILKYNNINGAR OG EYÐING
- Ef þú telur að efnið sé ærumeiðandi, ruddalegt, brjóti í bága við hugverkaréttindi eða á annan hátt ólöglegt, getur þú tilkynnt dreifingaraðila/umboðsaðila Suzuki í viðkomandi landi um slíkt („tilkynningarferlið“).
- Þegar þú tilkynnir slíkt, ertu vinsamlegast beðin/n um að gefa upp eins miklar upplýsingar og mögulegt er, þar á meðal skaltu tilgreina þau réttindi sem þú telur að brotið hafi verið gegn, tilgreina móðgandi efni í smáforritinu svo við getum haft upp á því, tilgreina ástæðurnar fyrir því að þú telur efnið ærumeiðandi, ruddalegt, brjóta gegn hugverkarétti eða á annan hátt ólöglegt og jafnframt gefa upp tengiliðaupplýsingar þínar.
- Við munum bregðast við eins fljótt og mögulegt er og kunnum að fjarlægja eða loka aðgangi að efninu sem kvartað er yfir í kjölfar tilkynningarferlisins.
23. RAFRÆN SAMSKIPTI
- Þú samþykkir að MSC megi veita þér tilkynningar um aðgang þinn, smáforritið og/eða notendaskilmála þessa með rafrænum hætti, með símtölum, með SMS-skilaboðum eða textaskilaboðum, tölvupósti, með færslum í smáforritinu eða á annan hátt skriflega. Venjulegt farsíma-, skilaboða- eða gagnagjald kann að eiga við og berð þú ábyrgð á öllum gjöldum sem stofnað er til. Þú samþykkir að allir samningar, tilkynningar, upplýsingar og önnur samskipti sem við sendum þér rafrænt uppfylli allar lagalegar kröfur um að slík samskipti skuli vera skrifleg, að því marki sem lög leyfa. Þú samþykkir að við megum senda skilaboð til þín í þeim tilgangi að upplýsa þig um breytingar eða viðbætur við smáforritið eða í öðrum tilgangi sem við teljum viðeigandi og leyfilegt samkvæmt lögum. Öll rafræn samskipti verða talin hafa borist þér innan 24 klukkustunda frá því að við vekjum athygli þína á þeim. Okkur er heimilt að gera ráð fyrir að þú hafir fengið allar tilkynningar sem sendar eru til þín með pósti 3 virkum dögum eftir að við sendum þær.
24. HAFÐU SAMBAND
- Ef þú hefur einhverjar spurningar um notendaskilmála þessa, vinsamlegast hafðu samband við dreifingaraðila/umboðsaðila Suzuki í viðkomandi landi. Dreifingaraðila/umboðsaðila Suzuki í viðkomandi landi má finna hér. (https://www.globalsuzuki.com/globallinks/)
- Þessir notendaskilmálar voru síðast uppfærðir 01.03.2024.
Viðauki 1
Kaflar (a) ~ (e) í töflunni hér að neðan veita upplýsingar um eftirfarandi atriði varðandi hugbúnaðaruppfærslur á ökutækinu þínu:
- Tilgangur uppfærslnanna;
- Allar breytingar sem framkvæmdar eru með uppfærslum á virkni ökutækisins;
- Áætlaður tími til að ljúka framkvæmd uppfærslnanna;
- Hvers kyns virkni ökutækis sem gæti ekki verið tiltæk á meðan að uppfærslur eru framkvæmdar; og
- Allar leiðbeiningar sem gætu hjálpað notanda ökutækisins að framkvæma uppfærslurnar á öruggan hátt.
(a) |
(i) Til að hefja notkun þína á smáforritinu (ii) Til að hætta eða stöðva notkun þína á smáforritinu (iii) Til að safna upplýsingum um ökutækið þitt (iv) Til að uppfæra stillingar innbyggðra tækja í ökutækinu þínu eins og fram kemur í liðum (i) ~ (iii) hér fyrir framan eftir að skipt hefur verið um slíkt tæki eða slík tæki á þjónustuverkstæði |
(b) |
(Hver undirkafli í lið (i) ~ (iv) í kafla (a) hér fyrir ofan samsvarar liðnum með sama númeri í þessum kafla (b).) (i) Virkja tengivirkni innbyggðra tækja í ökutækinu þínu. (ii) Slökkva á tengivirkni innbyggðra tækja í ökutækinu þínu. (iii) Uppfæra stillingar fyrir söfnun ökutækjaupplýsinga í innbyggðum tækjum ökutækis þíns (iv) Sama og fram kemur í lið (a) hér fyrir framan |
(c) | Tíminn sem þarf til þess að hlaða niður og uppfæra hugbúnaðinn fer eftir móttökuskilyrðum, netflutningsgetu og stöðu innbyggðu tækjanna. Því getur tíminn sem þarf til þess að framkvæma uppfærslurnar verið breytilegur frá nokkrum mínútum upp í nokkrar klukkustundir. |
(d) | Þú getur notað aðra eiginleika innbyggðu tækjanna á öruggan hátt á meðan uppfærslur eru framkvæmdar. |
(e) | Sama og kemur fram í lið (d) hér að ofan |
Viðauki 2
Tékkland
Tékkneska viðskiptaeftirlitsstofnunin, með aðsetur á Štěpánská 567/15, 120 00 Prag 2, www.coi.cz.
Eistland
Eistneska neytendamálanefndin
Netfang: avaldus@komisjon.ee
Heimilisfang: Endla 10A, 10122 Tallinn
Vefsíða: https://ttja.ee/en/consumer-disputes-committee
Finnland
Finnska neytendamálanefndin
Hämeentie 3
P.O. Box 306
00531 HELSINKI
tel. +358 29 566 5200
Litháen
Neytendaverndareftirlitið (SCRPA)
Vilniaus g. 25, 01402 Vilnius, Litháen
vefsíða: www.vvtat.lt.
Lúxemborg
Service national du Médiateur de la consummation
Heimilisfang: Ancien Hôtel de la Monnaie, 6 rue du Palais de Justice, L-1841 Lúxemborg.
Sími : +352 46 13 11
Fax: + 352 46 36 03
netfang: info@mediateurconsommation.lu
Svíþjóð
Almenna auglýsinganefndin eða “ARN”. sjá heimasíðu: https://www.arn.se/.